139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:23]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er með spurningu fyrir hæstv. dómsmálaráðherra um 1. gr. Eins og kom fram í máli ráðherrans er fjallað um hvernig skipað er í landsdóm og hér er verið að breyta kjörtímabili nýrra dómara vegna þess að kjörgengi þeirra rennur út strax á næsta ári. Ég spyr: Finnst hæstv. dómsmála- og mannréttindaráðherra eðlilegt að fyrirmynd í þessi lög sé sótt í félagsdóm? Það má líkja landsdómi við Hæstarétt. Finnst honum rétt að sækja réttarheimildir til breytinga þessara laga í félagsdóm?