139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[19:09]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Dagskrá þingfundar í dag hefur verið löng og ströng og þingið hefur verið afkastamikið í dag. Það hafa orðið breytingar á dagskrá vegna samkomulagsins sem gert var (Gripið fram í.) um breytingar á dagskrá til að taka inn á dagskrá tvö tiltekin mál — hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir, ég óska eftir að fá að tala þessa einu mínútu sem ég hef. Það var gert samkomulag um að taka á dagskrá tvö mál en taka önnur tvö út af dagskrá, mál nr. 6 og nr. 8 sem voru á dagskrá fyrri fundar í dag, þ.e. tvö stjórnarfrumvörp um einkaleyfi og umhverfisábyrgð. Og önnur mál sem hafa farið í gegn hafa verið afgreidd í góðri sátt. Það er ekki sanngjarnt að tala þannig að menn séu að smygla málum inn í þingið eins og hv. þingmaður gerði áðan. Það er ekki sanngjarnt. (Gripið fram í.) Það er ekki sanngjarnt að tala um að (Forseti hringir.) verið sé að smygla málum á dagskrá þingsins þegar það var gert með samkomulagi eins og sagt hefur verið. (Gripið fram í.)