139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[19:11]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er mögnuð túlkun hjá hv. þm. Álfheiði Ingadóttur á því sem gerst hefur í dag. Það er ljóst að lagt var upp af hálfu ríkisstjórnarinnar með tvö mál sem þyrftu að hafa forgang yfir önnur mál. Hver hefði búist við því að hæstv. fjármálaráðherra, eftir að þessu samkomulagi var náð og málin komin á dagskrá, mundi stinga af á opinn stjórnmálafund á Akureyri í kjölfarið? (Gripið fram í.) Þetta er einfaldlega þannig að við í stjórnarandstöðunni höfum verið blekkt og það er alveg sama hversu oft hv. þm. Álfheiður Ingadóttir heldur öðru fram og hvað hún galar hér, þessu var smyglað inn.