139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

301. mál
[14:14]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Skylduaðild að tilteknum stéttarfélögum hefur lengi verið umdeild og m.a. hefur verið deilt um hvort það að skylda menn til aðildar að tilteknum félögum gæti falið í sér brot á félagafrelsisákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála. Við höfum nýlegan dóm í þeim efnum frá Mannréttindadómstólnum í Strassborg frá því sl. vor. Hann varðaði skylduaðild eða skyldugreiðslur til Samtaka iðnaðarins. Skyldugreiðslur til stéttarfélaga opinberra starfsmanna gengur lengra en lögin gerðu varðandi iðnaðarmálagjaldið í því að leggja skylduaðild á tiltekinn hóp borgaranna og af þeim sökum styð ég þá breytingartillögu sem hv. þm. Pétur H. Blöndal leggur fram. Hér er verið að tala um að aflétta skylduaðild sem ég tel ganga ótvírætt gegn (Forseti hringir.) félagafrelsi, bæði eins og það á að vera varið í mannréttindasáttmála og stjórnarskrá.