139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

breytingartillögur og ræðutími í umræðum um Icesave.

[15:53]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er ekkert eins ósanngjarnt og að vísa til þess að þessi beiðni þingmanna Hreyfingarinnar hafi komið of seint fram. Málið var tekið út í offorsi í gærkveldi og svo var boðað til umræðunnar strax daginn eftir, jafnvel þó að málið væri ekki á dagskrá. Ég spurði í fjárlaganefnd hvaða tíma ég fengi til að skrifa nefndarálit. Mér var sagt að ég yrði bara að gera það í skjóli nætur. Allir nefndarritarar voru farnir heim og þannig var bara staðan. Síðan þurfum við að greiða atkvæði hér fyrir afbrigðum um að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu en menn skýla sér á bak við það að á fundi þingflokksformanna áðan hafi ekki verið beðið um tvöfaldan ræðutíma. Við erum að tala um eitthvert mesta hagsmunamál í sögu þjóðarinnar. Eru menn algerlega gengnir af göflunum? Er meiri hlutinn alveg farinn á límingunum?

Ég krefst þess að hæstv. forseti kalli saman formenn þingflokkanna og fari yfir þetta þannig að við getum haft hérna málefnalega og ítarlega umræðu um þetta mikla hagsmunamál.