139. löggjafarþing — 72. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[00:31]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi það síðasta sem nefnt var hef ég almennt séð verið frekar jákvæður fyrir því að málið gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna sérstaks eðlis þess og forsögu þess.

Hvað varðar þau prinsipp um að gefa ekki eftir er það ugglaust rétt hjá þingmanninum að einhverjar þjóðir mundu aldrei gefa eftir málstað sinn í þeirri stöðu sem upp er komin. En þetta byggir allt á hagsmunamati, mati á því hvað kemur okkur sem þjóð best við þær aðstæður sem uppi eru. Við erum auðvitað ekki jafnsterk á svellinu og stórar og sterkar stórþjóðir til að bregðast við (Forseti hringir.) alls kyns kúgunum frá sterkari þjóðum en þar með er ég ekki að segja (Forseti hringir.) að við eigum að gefa eftir í málinu.