139. löggjafarþing — 86. fundur,  14. mars 2011.

bólusetning barna gegna eyrnabólgu og lungnabólgu.

[15:24]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Það er rétt að þessi óundirbúni fyrirspurnatími verður ekki alltaf mjög markviss vegna þess að menn vita ekki á hverju þeir mega eiga von, en ég tek viljann fyrir verkið í því.

Ég vil aðeins vekja athygli á því að á síðasta ári slógum við met í fæðingum, hér fæddust yfir 5 þúsund börn, sem er mjög mikið. Ef þau börn sem fæðast á fyrstu tveimur til þremur mánuðum þessa árs fara á mis við fyrstu bólusetninguna við þriggja mánaða aldur erum við að tala um 800–1.200 börn og það er spurning hvernig hægt sé að bregðast við þessu mánuð fyrir mánuð. Auðvitað er hægt að kaupa bóluefnið eins og foreldrar gera núna og borga 36 þús. kr. fyrir en ég trúi ekki öðru en að velferðarráðuneytið geti komist að betra samkomulagi við seljandann og þannig tryggt (Forseti hringir.) að þessi börn njóti þessarar verndar.