139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:05]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég er þeirrar skoðunar að verið sé að fara með mál sem komið var í ógöngur í nýjar ógöngur. Það er verið að fara úr einu öngstræti yfir í annað, því miður. Þessi afgreiðsla, eins og stefnir í að hún verði, verður Alþingi Íslendinga ekki til sóma. Hér er augljóslega verið að fara á svig við niðurstöðu Hæstaréttar. Það eina sem er gert er að skipt er um nafn og kennitölu á þeirri samkomu sem verið er að velja til. Ég segi nei.