139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

landlæknir og lýðheilsa.

190. mál
[14:44]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það mun hafa verið fyrir 15–20 árum sem nýyrðið lýðheilsa kom inn í íslenskt mál, gagnsætt, (Gripið fram í.) fallegt og skýrt orð. Um þá hugmyndafræði var stofnað sérstakt félag sem rann inn í tiltekna stofnun. Nú erum við að renna saman í eina stofnun tveimur af burðarstoðum í heilbrigðisþjónustu í landinu, landlækni og lýðheilsu. Mér finnst skipta svo miklu að starfsmenn og hugmyndir að baki báðum stofnununum fái að vera með í yfirskriftinni. Mér finnst dapurlegt að horfa til þess að þeir sem almennt eru á móti málinu skuli nú gera þetta að einhverju aðalatriði. Ég segi nei.