139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[16:30]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin og við leitum kannski sameiginlegra svara við þessum pælingum eins og sagt er.

Mig langar til að varpa annarri spurningu til hv. þingmanns: Telur hann að það sé hugsanlega eitthvert samhengi á milli þeirrar miklu markaðssóknar sem varð í sölu sjúkdómatrygginga á þessum græðgistímum, telur hann að það sé tilviljun eða kann að vera eitthvert beint samhengi þar á milli að það gerist á sama tíma og bankarnir allir eignast sitt eigið tryggingafélag og fara að reka það og selja tryggingar? Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann hafi velt þessu fyrir sér.