139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:15]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef áhyggjur af því að innleiðing skattfrelsis á eingreiðslum bóta úr sjúkdómatryggingum ýti undir þróun tvöfalds velferðarkerfis líkt og er að finna í Bandaríkjunum. Ég legg því fram breytingartillögu sem felur í sér að skattfrelsið renni út í lok árs 2014 til að knýja fram endurskoðun á þessari lagabreytingu. Það þarf nefnilega að skoða hvort skattfrelsið leiði til þess að hinir efnameiri kaupi í meira mæli einkatryggingar til að bæta sér upp versnandi réttindi í almannatryggingakerfinu.

Virðulegi forseti. Ég mun óska eftir að breytingartillaga mín fari til umræðu í hv. efnahags- og skattanefnd en samþykkt hennar er forsenda þess að ég geti samþykkt þessa lagabreytingu. Ég mun sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu.