139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:30]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Ég hef í störfum mínum á Alþingi reynt að sinna mínum verkum af heiðarleika og trúmennsku. Ég hef enga trú á því að aðrir þingmenn gangi að sínum verkum á annan hátt. Mér leiðist því og ég frábið mér þann málflutning að ég sé vænd um hugleysi og kjarkleysi, jafnvel siðleysi og dónaskap, í störfum mínum á þingi. Í pólitík greinir fólk á um leiðir. Ég er ekki sammála mörgum þeim leiðum sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur valið í því endurreisnarstarfi sem hún stendur í sem ríkisstjórn þjóðarinnar.

Þess vegna segi ég já við vantrauststillögu á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.