139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita.

77. mál
[11:07]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um merkilegt mál sem er verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða sem mun undirbyggja rammaáætlun og það hvernig virkjunarkostir verða flokkaðir í þrjá flokka. Við styðjum þetta mál en með fyrirvara og sá fyrirvari stafar af ákvæði hér sem segir að þau landsvæði sem njóta þegar friðlýsingar í samræmi við 50. gr. laga um náttúruvernd séu undanskilin þessu. Þrátt fyrir þetta munum við greiða atkvæði með þessu, sérstaklega til að reyna að skapa sátt um þessi mál og í þeirri von (Forseti hringir.) að hér muni ríkja friður um virkjunarframkvæmdir í framtíðinni.