139. löggjafarþing — 125. fundur,  17. maí 2011.

beiðni um opinn nefndarfund.

[14:37]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Áður en forseti gefur næsta ræðumanni tækifæri til að ræða fundarstjórn forseta hyggst forseti lesa 15. gr. þingskapa sem tekur akkúrat til þess sem hér er rætt en þar stendur:

„Formanni nefndar er skylt að boða til fundar ef ósk berst um það frá a.m.k. þriðjungi nefndarmanna og taka á dagskrá þau mál sem tilgreind eru. Sama gildir um ósk frá þeim nefndarmanni sem falið hefur verið að vinna að athugun máls, sbr. 27. gr. Þá getur þriðjungur nefndarmanna óskað eftir því að ráðherra komi á fundi þingnefndar í þinghléum.“