139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

skuldaniðurfærsla hjá Landsbankanum og fleiri lánveitendum.

[13:54]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Um þetta verður engin sátt í samfélaginu, þ.e. að einhver mismunun verði á milli fólks eftir því hvar það tók húsnæðislán, þegar kemur að því að leiðrétta skuldir.

Ég er ekki að mælast til þess að efnahagsráðherra verði fyrirskipað að beita sér gagnvart bönkunum sem eru í eigu erlendra aðila. En menn geta kannski unnið einhverja heimavinnu og séð hvernig þeir ætla að bregðast við. Um Íbúðalánasjóð og sparisjóðina höfum við náttúrlega miklu meira að segja.

Það kemur alveg klárlega við velferðarkerfið að ríkisstjórnin skyldi, með 406 milljarða framlagi, koma bönkunum til erlendra kröfuhafa; 406 milljörðum, þegar okkur hér á þinginu, og öðrum í samfélaginu, var sagt að þetta mundi kosta innan við 200 milljarða eða um 190 milljarða. Hún á vel við yfirlýsing Hagsmunasamtaka heimilanna, (Forseti hringir.) sem munu bregðast hart við ef mark má taka á því sem þau eru að segja, sem ég geri ráð fyrir. (Forseti hringir.) Í yfirlýsingu þeirra segir að greinilega hafi aldrei staðið til að standa við skjaldborgina um heimilin heldur hafi þetta verið (Forseti hringir.) skjaldborg um kröfuhafa.