139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:21]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður kom inn á að ýmis hagsmunasamtök sjómanna, LÍÚ og fleiri, hefðu komið á fund þingflokks framsóknarmanna og rætt um að engin þörf væri á þeim breytingum sem eru boðaðar og tók hann sjálfur undir að kerfið sem við búum við væri gott.

Ég vil heyra álit hans á þeim skoðanakönnunum sem hafa sýnt fram á að stór hluti þjóðarinnar, ég er með skoðanakönnun sem segir tæp 67% þjóðarinnar, vill gera breytingar á kvótakerfinu og aðeins 7,4% segjast styðja núverandi kerfi og að kvótanum sé ráðstafað eins og nú er gert. Ég vil heyra álit hv. þingmanns á því hvort hann vilji hlusta á rödd þjóðarinnar eða bara LÍÚ. (Gripið fram í.)