139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:43]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek mjög undir þær áherslur hv. þingmanns á mikilvægi þess að ljúka þessu máli sem fyrst, þ.e. minna frumvarpinu. Ég tel að í umræðunni hér á undan hafi menn verið að rugla þessum frumvörpum saman og talað um þau í kross. (Gripið fram í.) Það er alveg klárt að þetta frumvarp tekur til aðgerða strax á þessu ári en fyrst og fremst frá 1. september á þessu ári þegar nýtt fiskveiðiár hefst og þess vegna er mikilvægt að afgreiða það sem allra fyrst. Ég fagna undirtektum hv. þingmanns í þessu máli og er bjartsýnn á framhaldið.