139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[11:25]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Forseti vill geta þess að andsvör eru skrifuð inn í 2. mgr. 56. þingskapa. Þegar fleiri en fjórir biðja um að fá að koma í andsvör þarf að raða og forseti hefur gert það til þess að sem flest sjónarmið komi fram samkvæmt viðtekinni venju og hefð. Það getur þýtt að ekki verði fullt jafnrétti þannig að allir þingflokkar komist að. Þetta var gert núna eins og gert hefur verið hingað til eftir bestu vitund og þekkingu.