139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[21:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að andsvar hv. þingmanns hafi afhjúpað ágætlega að afnám gjaldeyrishafta er eitt af því sem auðvelt er um að tala en örðugra í að komast. Þannig hefur minni hlutinn í hv. efnahags- og skattanefnd enga sameiginlega sýn á viðfangsefnið eða lausnir fram að færa. Hv. þingmaður gengst líka við því og það er ekki nema heiðarlegt af honum. Auðvitað dettur engum í hug að hægt sé að falla frá höftum (Gripið fram í: Nú?) eins og við stöndum hér og nú. Það mundi hafa mjög alvarleg áhrif á gengi krónunnar, (Gripið fram í: Áhrif á …) mundi leiða til verðbólgu, vaxtahækkana og (Gripið fram í: Icesave-rökin.) þeirrar lífskjaraskerðingar sem slíku fylgir. Það er einfaldlega óraunsætt.

Við getum hins vegar deilt um það hvort það muni taka okkur ár, tvö ár, (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) þrjú eða fjögur að vinda ofan af þeirri erfiðu stöðu sem við er að fást. (Gripið fram í: Þú ætlar að …)