139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

brottfall laga um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

768. mál
[17:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þegar deilan um Icesave stóð sem hæst og nýbúið var að gera hræðilega samninga við Breta og Hollendinga og Íslendingar voru undir miklum þrýstingi frá Bretum og Hollendingum sem beittu okkur aðgerðum sem nálgast það að vera stríð, viðskiptastríð, voru samþykktir hérna með samstöðu á Alþingi og nokkurra hugrakkra þingmanna úr Vinstri grænum efnahagslegir fyrirvarar við samninginn og lögin, sem ég átti minn þátt í og var dálítið stoltur af, frú forseti, og fékk góða kynningu í Financial Times. Nú er ég að eyðileggja þetta hugverk mitt en ég geri það með glöðu geði af því að ég vil ekki að þjóðin borgi Icesave. Ég segi já.