139. löggjafarþing — 150. fundur,  10. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil benda hv. þingmanni á það, ef hann hefur hlýtt á mál mitt áðan og það sem var nefnt um að vafi gæti leikið á að stæðist stjórnarskrá, að það er búið að taka það út úr frumvarpinu. (Gripið fram í: Það er rétt.) Það er ekki rétt. Ég bið hv. þingmann að lesa nefndarálitið. (SKK: Þetta er meira og minna …) Ég vil benda hv. þingmanni á að þótt lögfræðingar séu merkileg stétt eru þeir ekki í mínum huga guðir almáttugir. (Gripið fram í: Heyr.) Þeir hafa ekki eina skoðun, það eru margar skoðanir sem koma fram hjá lögfræðingum. Við getum alveg deilt þeim hérna í þessum ræðustól, mismunandi skoðunum lögfræðinga á því kerfi sem nú er og að breyta kerfinu. (SKK: Erum við þá sammála …?) Við skulum bara taka þann slag við rétt tækifæri og ég mun standa þar keik eftir sem áður. [Kliður í þingsal.]