139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:57]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög eftirtektarverð grein. Þegar mælt var fyrir þessu frumvarpi var sagt að meginmarkmið þess væru að auka byggðatengingar. Meginmarkmið þess væri að skipa málum varðandi byggðakvótann með sérstökum hætti. Meginmarkmið þess væri að búa til nýjar aðferðir varðandi úthlutun byggðakvóta. Þegar þau mál höfðu verið skoðuð var niðurstaðan sú að leiðin sem hæstv. ríkisstjórn ætlaði að fara var ófær, væri óréttlát og ófær. Þess vegna gerðist það að það varð niðurstaða meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar að fella greinina brott í heilu lagi. Það er það sem hér er verið að gera. Þetta eru heilmikil tíðindi og sýna með öðru hvernig staðið var að undirbúningi málsins af hálfu hæstv. ríkisstjórnar.