139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

fundarstjórn.

[20:03]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég tek að sjálfsögðu undir þær athugasemdir sem komið hafa fram af hálfu þingmanna um mikilvægi þess að vita aðeins nánar um hversu lengi þingfundur muni standa. Við erum í miðri umræðu um frumvarp um Stjórnarráðið. Dagskrá fundarins gerir ráð fyrir 31 einu öðru máli, ef ég man rétt, og það liggur ljóst fyrir að það er gersamlega útilokað að klára þá dagskrá. Það væri því mjög gott ef hæstv. forseti gæti aðeins greint okkur nánar frá áformum í þeim efnum. Um leið finnst mér ástæða til þess að vekja athygli á því að það eru bara þrír dagar eftir af starfstíma þessa haustþings og enn þá skilst mér að ekkert liggi fyrir um það — ekki neitt — hvaða málum á að ljúka og hverjum ekki.