139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:14]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Nú horfum við upp á það korter yfir níu að fyrir liggur fjöldinn allur af mikilvægum málum fyrir venjulegt fólk, að maður hefði talið, fyrirtækin í landinu og fleiri. Í ljósi þess hvernig um hnútana er búið í þessu máli og þeirrar miklu miðstýringar sem í því er fólgin og þess ágreinings sem um málið er, hvað telur hv. þingmaður að valdi því að hæstv. ríkisstjórn og hæstv. forsætisráðherra skuli á þessum vikum leggja svo gríðarlega áherslu á að það fari í gegn? Hvað er svona aðkallandi í samfélagi okkar að málið verði að klára í slíkum ágreiningi? (Gripið fram í.) Getur hv. þingmaður (Gripið fram í.) svarað því? (Gripið fram í.)

(Forseti (UBK): Forseti vill biðja um hljóð í salnum.) (Gripið fram í.)