139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:15]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Þó að hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson hafi haldið ræður hér í einar 70 mínútur, talað undir liðnum fundarstjórn forseta einum 10, 12 eða 15 sinnum á þessu septemberþingi, og verið í sýndarandsvörum einum 14 sinnum hygg ég, þ.e. sem beiðandi andsvara en ekki móttakandi þeirra, ræðum við hér í raun ákveðnar útgáfur af stefnu Framsóknarflokksins í stjórnarráðsmálinu, úr skýrslu stjórnarráðsnefndar Framsóknarflokksins sem Siv Friðleifsdóttir ræddi hér ágætlega, sem samþykkt var á flokksþingi Framsóknarflokksins 2007 og 2009. (GBS: En 2011?) Hv. þingmaður virðist vera á móti því að ræða mál sem nákvæmlega fylgir stefnu hans eigin flokks. Þetta er undarlegur geðklofi í einum þingflokksformanni og hefur maður þó margt séð hér á Alþingi.

(Forseti (UBK): Forseti vill biðja hv. þingmenn um að gæta orða sinna hér í ræðustól.)