139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:12]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Nú er svo komið að ég skammast mín fyrir að tilheyra hópi alþingismanna. Ég skammast mín fyrir það karp sem hér fer fram algerlega án tilgangs og án þess að menn setjist niður og reyni að finna lausn á vanda þjóðarinnar. Á dagskrá eru 46 mál. Það þarf blöð í sérstakri stærð, þetta kemst ekki á lengur á A-4 blað. Ekki hefur verið fundað með þingflokksformönnum síðan á mánudag, það eru ekki haldnir fundir með forustu flokkanna. En við þurfum að taka öll höndum saman, hætta þessu bulli og fara að vinna saman. Það er svo mikið í húfi. Við getum ekki leyft okkur að haga okkur svona.