139. löggjafarþing — 164. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp í svipuðum erindagjörðum og hv. þm. Birkir Jón Jónsson og segi að það sem þingmenn Samfylkingarinnar stunda hér er náttúrlega alveg ómögulegt, að reyna að ráðast á þingmann í ræðustóli, það er alveg sérstaklega ósmekklegt. En þó verð ég að segja að það er einungis hjóm miðað við þau ósmekklegheit sem hv. þm. Mörður Árnason hefur stundað hér undanfarna daga þar sem hann hefur verið með skæting, leiðindi og annað slíkt, að vísu er stundum hægt að brosa að því vegna þess að hann getur verið orðheppinn maður. En ég vil beina því til hæstv. forseta hvort hún geti ekki haft samband við þingflokksformann Samfylkingarinnar og beðið hana (Forseti hringir.) um að tala aðeins yfir hausamótunum á þingmönnum (Gripið fram í: … skæting …) sínum.