140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[12:30]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem upp til að kvarta yfir dagskrá fundarins í dag. Ég sit ásamt fleirum hér inni í efnahags- og viðskiptanefnd og mér var ekki kunnugt um það fyrr en í morgun að hér ætti að fara fram umræða um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Ég skoðaði vefinn um miðjan dag í gær rétt áður en ég ákvað að lofa mér á fund í morgun og ég gat ekki séð að það væri á dagskrá umræða um þessar skattatillögur.

Ég vil beina því til hæstv. forseta að þegar dagskránni er breytt með litlum fyrirvara sé sendur tölvupóstur á alla í viðkomandi nefnd þannig að ekki fari á milli mála að allir hafi verið upplýstir um að mál sem á að fara í nefndina komi til umræðu.