140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:31]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er leitt að hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir sjái ekki ástæðu til að fjalla um hinar fjölþættu tillögur sjálfstæðismanna heldur binda sviðið við það sem hún er með svolítið mikið á heilanum, hv. þingmaður, sjávarútvegsmálin, en öll umræða hv. þingmanns um þau einkennist af skilnings- og þekkingarleysi á eðli og umhverfi fiskveiða á Íslandi. Það er sorglegt að hv. varaformaður fyrrverandi sjávarútvegsnefndar skuli búa við slíkar aðstæður. Hið sama er reyndar að segja um hv. formann fyrrverandi sjávarútvegsnefndar, hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, sem talar af sama þekkingarleysinu á öllum grunni íslensks sjávarútvegs. Þessir tveir hv. þingmenn eru eins og keilubræður á krók (Forseti hringir.) í skerjapolli. (Forseti hringir.) Ég vil spyrja þingmanninn: Hvað er útgerðarauðvaldið? (Forseti hringir.) Hvað er sægreifi?