140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:32]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ef hv. þingmaður hefði verið vakandi undir ræðu minni en ekki hrjótandi hefði hann kannski heyrt þau atriði sem ég tíndi upp í tillögum sjálfstæðismanna í þessum efnahagstillögum þeirra. Ætli ég hafi ekki talið upp ein 10 atriði sem ég gerði að umtalsefni. (Gripið fram í.) Þingmaðurinn hefði átt að halda sér vakandi. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Forseti biður hv. þingmann um að gæta orða sinna.)

Það var meginatriðið í minni ræðu. Nei, frú forseti, ég lít svo á að ég megi vekja athygli á því þegar menn sofa undir ræðum og koma svo og þenja sig í ræðustóli. (ÁJ: Hvaða durgsháttur er í hv. þingmanni?) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Forseti biður hv. þingmenn um að gæta orða sinna og stillingar í þingsal.) (ÁJ: Þingmaðurinn á að tala sannleikann úr ræðustólnum.)

(Forseti (ÞBack): Stillingu í þingsal.) (ÁJ: Úr ræðustól á að tala sannleikann.)

Ég held að ég láti bara forseta og þingmanninum eftir þessi orðaskipti, ég ætla ekki að blanda mér í þau frekar.