140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[10:05]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Með þessari atkvæðagreiðslu tryggjum við söluna á Byr, grynnkum á gríðarlegum skuldum Reykjanesbæjar og gerum gerð Vaðlaheiðarganga mögulega. Mikið hefur verið kallað eftir framkvæmdum utan höfuðborgarsvæðisins. Það er því vægast sagt einkennilegt að nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis, hv. þm. Kristján Þór Júlíusson og hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson úr Sjálfstæðisflokki og hv. þm. Birkir Jón Jónsson úr Framsóknarflokki, sjái sér ekki fært að tryggja framgang Vaðlaheiðarganga en treysti á okkur þingmenn Reykjavíkur í þeim efnum. Það er þeirra að útskýra fyrir kjósendum sínum hvaða verkefni eru brýnni en greiðar samgöngur milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)