140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[14:27]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég er sjálfstæðismaður þegar kemur að málefnum Palestínu. Ég líð það ekki hvernig fram er komið við þessa þjóð sem Palestínumenn eru sannarlega. Múrinn er orðinn 702 kílómetrar, það jafngildir leiðinni frá Reykjavík til Eskifjarðar, og hann skal halda áfram að mati Ísraelsmanna. Hann á að enda í 760 kílómetrum. Það vil ég stöðva, og það vilja margir hér inni. Við viljum ekki að það verði áfram níðst á þessari þjóð. Í þessu máli sit ég ekki hjá. Ég er að sjálfsögðu sjálfstæðismaður og segi já.