140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:32]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er komin hingað upp til að skora á meiri hlutann að taka þessa tillögu sem var afturkölluð til skoðunar. Tillagan gengur út á það að hækka fjárhæðarmörk 2. og 3. skattþreps ekki bara um 3,5% eins og gert er í fjárlagafrumvarpinu heldur um 8% og það er þá hækkun í samræmi við lög. Hækkun um 8% á fjárhæðarmörkum skattþrepa þýðir að skattbyrði þeirra sem eru með yfir 230 þúsund á mánuði þyngist ekki. Til að fjármagna þessa hækkun á fjárhæðarmörkunum þá leggjum við til fjórða skattþrepið sem er við 1.200 þús. á mánuði og mun bera staðgreiðsluskatt sem nemur 49%.

Frú forseti. Ég skora enn og aftur á meiri hlutann að íhuga þessa tillögu um að hækka fjárhæðarmörkin í samræmi við launavísitölu.