140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:54]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um það óhæfuverk ríkisstjórnarinnar að afnema tengingar fjárhæðarmarka í tekjuskattsþrepunum við launavísitölu. Þetta er gert til að hægt sé að lækka efri skattþrepin minna en segir í lögum þannig að þau verði einungis hækkuð um 3,5% í staðinn fyrir 8% og mun það auka skattbyrðina á alla Íslendinga sem hafa tekjur yfir vissum mörkum. Við segjum auðvitað nei við þessu.