140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

almannatryggingar o.fl.

380. mál
[12:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Nú komum við að þeim vanda sem felst í því að búið er að samþykkja fjárlög. (Gripið fram í: En … í fjáraukalögum?) Það er búið að samþykkja fjárlög og það verða ekki samþykkt fjáraukalög það sem eftir lifir ársins þannig að það er ekki til peningur fyrir þessu. Þessi umræða var tekin við afgreiðslu fjárlaga og þar kom ég þessu sjónarmiði skýrt á framfæri en núna vantar pening.