140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[15:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Eitthvað virðist minni hv. þm. Atla Gíslasonar vera farið að bresta því að hér ætla ég að fá að vitna í frétt úr Fréttablaðinu frá 30. september 2010 þar sem vitnað er beint í hv. þm. Atla Gíslason. Þar er hann spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm og segir Atli:

„Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta.“

Ég verð bara að segja að annaðhvort er hv. þm. Atli Gíslason mjög gleyminn eða hreinlega óheiðarlegur í þessu máli. Meira hef ég ekki um þetta að segja. (JónG: Sagði hann ekki að …?)