140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[15:39]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta mál tel ég að þurfi betri og vandaðri meðferð. Þetta er kannski dæmi um að hér komi inn mál sem virðast ekki stór í sniðum en hafa verulegar breytingar og þurfa miklu meiri og vandaðri yfirferð og meiri tíma. Ég legg til að málið verði kallað aftur inn til nefndarinnar og að á fund nefndarinnar verði fengnir gestir, sérstaklega frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og þeim gert kleift að fara yfir umsögn sína. Menn verða að íhuga vandlega hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið ef það verður að lögum.