140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:33]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er blekking eða misskilningur að hér sé í boði að hafa efnislega atkvæðagreiðslu um ákæru gegn Geir H. Haarde. Hér er aðeins í tveimur atkvæðagreiðslum til umfjöllunar hvort afturkalla skuli ákæru gegn Geir H. Haarde. Báðar atkvæðagreiðslurnar eru þess vegna efnislega um hið sama. Það er hægt að vísa tillögunni frá af því að maður vill ekki afturkalla ákæruna eða það er hægt að hafna tillögu um að afturkalla ákæruna og hvorugt er atkvæðagreiðsla um að ákæra. Ég tel að Alþingi megi afturkalla ákæru. Ég tel að það sé algerlega og með öllu fráleitt að það eigi að gera það.

Ég segi já.