140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[11:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Getur ekki hæstv. ráðherra verið sammála mér í því að 70 ára tilraunir í Rússlandi með ríkisbúskap hafi beðið skipbrot?

Svo vil ég spyrja hann hvaða áhrif þetta hafi á landsbyggðina. Menn hafa sagt að þetta sé skattlagning á hana.

Svo vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hafi skoðað frumvarp mitt þar sem ég ætla að dreifa arðinum og öllu saman yfir til íbúa landsins en ekki til hinnar óseðjandi ríkishítar eins og hv. þm. Jón Bjarnason nefndi hér í fyrradag. Er ekki miklu skynsamlegra að láta íbúana fá kvótann beint og svo geti þeir selt hann? Ég gerði auk þess ráð fyrir því að framsalið yrði gjörsamlega frjálst og þar með yrði arðsemi af greininni eins mikil og mögulegt er til hagsbóta fyrir íbúana og þjóðarhag í staðinn fyrir að koma með svona sovétkerfi.