140. löggjafarþing — 88. fundur,  25. apr. 2012.

matvæli.

138. mál
[16:05]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil færa hv. þm. Kristjáni Möller, formanni atvinnuveganefndar, sem er fjarverandi vegna veikinda þakkir fyrir að hafa haft atbeina að því að ljúka vinnslu þessa máls sem stundum hefur verið kallað stóra möffinsmálið. Það sýnir svo ekki verður um villst að auðvitað er hægur vandi fyrir okkur, innan ramma evrópska lagaumhverfisins, að hafa hlutina eins og við Íslendingar viljum hafa þá hér heima. Það strandar ekkert á Evrópusambandinu að við getum gert það, því að sá vandi sem hér kom upp var auðvitað algerlega heimatilbúinn eins og langoftast er þegar við Íslendingar lendum í vanda, hann var ekki vondum útlendingum að kenna heldur því að við höfðum ekki sjálf gætt að því að vinna okkar eigin heimavinnu. (Gripið fram í: Þetta er húmorleysi.)