140. löggjafarþing — 91. fundur,  30. apr. 2012.

tengsl undirbúnings umsóknar um aðild að Evrópusambandinu og friðunar svartfugls.

585. mál
[16:54]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni kærlega fyrir þessa fyrirspurn því að þetta er mjög mikilvægt. Ég tek undir áhyggjur hv. þingmanns af áhrifum þessara tilskipana Evrópusambandsins á íslenskar aðstæður. Það er mjög mikilvægt að standa vel í lappirnar hvað þetta varðar.

Ég vil aðeins forvitnast í leiðinni hjá hæstv. ráðherra um villidýranefndina svokölluðu. Er hún búin að skila af sér? Starfaði nefndin um svartfuglastofnana þvert ofan í þá nefnd? Hvað líður frumvarpi hvað þetta varðar?

Mér finnst áhugavert að heyra í svari hæstv. ráðherra staðfestingu á því að hlunnindanýting bænda og fleiri aðila sé sjálfbær og skynsamleg. Það er mjög mikilvægt að það komi fram.