140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:50]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hafði þegar gefið hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni orðið þegar hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir óskaði eftir því að tala um fundarstjórn. Það er því ljóst að forseti hyggst hleypa að minnsta kosti einum ræðumanni í viðbót að á þessum fundi. Ef menn láta af tali um fundarstjórn forseta gæti næsti ræðumaður komist að með sína ræðu sem er Guðlaugur Þór Þórðarson.