140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[23:54]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka forseta fyrir skýr svör um það hvenær nefndafundir verða á morgun. Ef ég skil virðulegan forseta rétt þá verða þeir samkvæmt auglýstri dagskrá. Það er alveg skýrt. Þá eigum við bara eftir að fá að vita, virðulegi forseti, og ég held að það sé ekki til of mikils mælst, hvað þýðir að eitthvað verði haldið áfram. Er það klukkustund eða er það eitthvað meira?

Augljós rök hníga í þá átt að eðlilegt sé að virðulegur forseti upplýsi þetta. Ég veit að þegar virðulegur forseti sem hv. þingmaður og félagar hennar í framboðinu Vinstri grænum voru í stjórnarandstöðu þá kölluðu þeir mjög eftir þessu og þeim þótti miður ef ekki voru gefin skýr svör um þetta. Ég er sannfærður um að virðulegur forseti hugsar aðeins aftur og man þegar hún var í þessari stöðu hversu mikilvægt (Forseti hringir.) það var að fá að vita hvenær ætlunin var að hætta. Ég bíð spenntur eftir skýrum svörum.