140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[12:04]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Því er til að svara varðandi stimpilgjöldin að þau heyra undir fjármálaráðuneytið. Ég tel hins vegar að ábending hv. þingmanns sé afar mikilvæg í þessu samhengi.

Varðandi þá heimild sem hv. þingmaður nefndi, hún vísaði til 21. gr., þá er heimildin fyrir hendi nú þegar í lögunum og er því í sjálfu sér hverjum sparisjóði í sjálfsvald sett hvort hann nýtir sér þá heimild. Ég tek undir þau orð hv. þingmanns að það sé afar mikilvægt að ramma með sterkum hætti inn samfélagslega hlutverkið því að þannig erum við í raun og veru að tryggja viðunandi fjölbreytni á fjármálamarkaði.