140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

lokafjárlög 2010.

188. mál
[14:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um lokafjárlög þar sem niðurstaðan er tæpir 23 milljarðar umfram heimildir í halla. Það kemur til af því að þingið veitti heimildir á grundvelli þess að leggja þyrfti Íbúðalánasjóði til eigið fé. Í ljós kom að staða sjóðsins var verri en áætlað var þannig að þessi færsla hefur verið gjaldfærð. Að öðrum kosti hefði árslokastaða verið jákvæð um 10 milljarða miðað við heimildir ef ekki hefði komið til viðbótarkostnaður vegna hruns íslenska fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins.