140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[15:29]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt að mörg mikilvæg verkefni eru í gangi á landinu og sum þeirra fá styrki eins og það mál sem hér er rætt. En er það ekki svo, frú forseti, að ef við Íslendingar mundum sjálf vilja sjá þessi verkefni þokast áfram gætum við einfaldlega gert það með framlögum frá ríkisvaldinu með því að gera þær skattaívilnanir sem okkur hugnast?

Það er ekki upphaf og endir alls að ganga í Evrópusambandið, að mínu viti, og það er heldur ekki rétt að taka við þessum greiðslum til þess að hafa áhrif á skoðanir fólks í komandi atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu.