140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

fundarstjórn.

[13:46]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Frú forseti. Ég vil ítreka þá ósk mína sem ég setti fram í upphafi fundar um viðveru ráðherra vegna þess að ég er fyrstur á mælendaskrá. Mér þætti miður að ég þyrfti að halda ræðu mína án þess að hæstv. fjármálaráðherra eða hæstv. innanríkisráðherra væru til staðar vegna þess að ég þarf að spyrja þá ágætu ráðherra ákveðinna spurninga sem ekki hefur verið svarað í meðförum atvinnuveganefndar og ekki í umræðunni til þessa í þinginu. Það hefur ekkert með að gera það sjónarmið hv. þm. Björns Vals Gíslasonar að við séum ýmist að kvarta yfir afskiptum framkvæmdarvalds eða skorti á afskiptum. Framkvæmdarvaldið er til þess að svara fyrirspurnum okkar og veita upplýsingar um málið sem hugsanlega gætu hjálpað til við að leysa það.

Þess vegna ítreka ég þá beiðni mína, frú forseti, að hlé verði gert á fundi þangað til þessir hæstv. ráðherrar eru mættir til fundarins.