140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.

440. mál
[11:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Jónína Rós Guðmundsdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir áhuga hans á þessu máli. Ég veit að hann þekkir það mjög vel þar sem hann sat í og jafnvel stýrði þeim hópi sem vann að því á sínum tíma hvað þyrfti að gera til þess að fullgilda þennan samning. Sú vinna verður að sjálfsögðu nýtt áfram. Auðvitað er alveg rétt að það að undirrita alþjóðlega samninga, fullgilda þá og lögfesta er svolítið sem við höfum við miður notað til að spara.

Auðvitað er best að við setjum öll þessi réttindaákvæði inn í íslensk lög. Ég er algjörlega sammála hv. þingmanni með það en þetta er ákveðinn áfangi sem við ætlum að vinna. Hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa lagt mjög mikla áherslu á að þessi samningur verði fullgiltur þannig að það er það sem við stefnum á. Í framhaldi af því eða á sama tíma og við gerum það held ég að við tökum umræðu um hvernig við tryggjum fötluðu fólki á Íslandi sem allra best allan þann rétt sem sá hópur á skilið og þarf á að halda til að hagsmunum hans og lífsgæðum verði sem best komið fyrir.