140. löggjafarþing — 123. fundur,  16. júní 2012.

menningarminjar.

316. mál
[11:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þegar ég ræddi hér áðan um þetta mál um menningarminjar benti ég á að í 43. gr. frumvarpsins stendur, með leyfi herra forseta:

„Styrkir til einstaklinga úr húsafriðunarsjóði mynda ekki stofn til tekjuskatts.“

Þarna er verið að fjalla um tekjuskattslög. Ég hefði talið eðlilegt og eiginlega bráðnauðsynlegt að efnahags- og viðskiptanefnd fjallaði um þetta. Auk þess segir í grein þar á undan að framlag sveitarfélaga greiðist úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og skal miðað við að nemi 150 kr. á hvern íbúa hlutaðeigandi sveitarfélags. Þetta eru líka skattar. Það eru því tvö ákvæði um skattalög sem felast í þessu frumvarpi um menningarminjar. Nú veit ég að við erum komin í 3. umr. og það er nokkuð seint að benda á þetta en ég geri það samt af því að ég tel brýnt að efnahags- og viðskiptanefnd fjalli um þetta.