140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í frumvarpinu sem við ræðum hér er ruglað saman ríki og þjóð. Þjóðin er notuð til að auka skattlagningu til ríkisins. Þetta frumvarp er eins fyrir alla, það mun leiða til gjaldþrota, það er eftiráreiknað og það vantar hugsanlega afskriftir fyrirtækjanna inn í það þannig að það verður atvinnuleysi og það er búið að ráðstafa peningunum annars staðar til að byggja upp atvinnu. Það er verið að hræra í pottunum.

Ég tel að menn þurfi að líta á þjóðina sem raunverulega þjóð og dreifa kvótanum á almenning, á íbúa landsins, og vera ekki að blanda ríkinu í það. Auk þess þarf að gera vel við útgerðina þannig að hún verði arðbær og skili miklum arði af þessari auðlind þjóðarinnar.

Ég segi nei við þessu frumvarpi.